Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á Akureyri mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa haft tvo átta ára drengi á sínu valdi og brotið kyn­ferðis­lega gegn þeim þann 13. ágúst sl. Lögreglan fer fram á að maðurinn verði áfram í haldi sl. þar til dómur gengur í máli hans.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. september af Héraðsdómi Norður­lands eystra í síðasta mánuði.

Í úr­sk­urði héraðsdóms seg­ir að sterk­ur grun­ur sé uppi um að maður­inn hafi með hót­un fengið dreng­ina inn í íbúð sína þar sem hann hafi haft þá á sínu valdi um stund þann 13. ág­úst. Ann­ar pilt­ur­inn held­ur því fram að maður­inn hafi beitt þá kyn­ferðis­legu of­beldi. Hann staðhæf­ir einnig að dreng­irn­ir hafi ít­rekað spurt mann­inn hvort þeir mættu fara heim en hann hafi sagt þeim að þegja. Að lok­um hafi hann látið þá heita því að segja ekki frá því sem hefði gerst. 

„Hótaði og hafði börn á sínu valdi“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert