Helgi spyr um sendingu gagna í tölvupósti

Helgi Hrafn Gunnarsson
Helgi Hrafn Gunnarsson Rósa Braga

Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi í dag um sendingu sönnunargagna með tölvupósti. Spurði Helgi m.a. hvort það væru í gildi reglur eða formlegt verklag hjá stofnunum sem fara með rannsóknarvald um að sending sönnunargagna með tölvupóstifrá utanaðkomandi aðilum.

Hann velti fyrir sér hvort sendingin skuli fara fram með dulkóðuðum hætti, og eins þegar kemur að sendingu á dómsúrskurði með tölvupósti þar sem krafist er afhendingar á sönnunargögnum.

Einnig spurði Helgi hvort að Persónuvernd hafi farið yfir reglur eða verklag hvað varðar sendingu sönnunargagna með tölvupósti til og frá stofnunum sem fara með rannsóknarvald. 

„Hversu oft hafa sönnunargögn verið send með tölvupósti til handhafa rannsóknarvalds í janúar, febrúar og mars 2014 til fullnustu dómsúrskurðar? Svör óskast sundurliðuð eftir mánuði, stofnun og því hvort sönnunargögnin voru dulkóðuð eða ódulkóðuð meðan á sendingu stóð,“ kom m.a. fram í fyrirspurn þingmannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert