Jörð skelfur við Bárðarbunguöskjuna

Frá Bárðarbungu.
Frá Bárðarbungu. Árni Sæberg

Frá miðnætti hafa mælst 13 jarðskjálftar við Bárðarbunguöskjuna, um 27 í norðanverðum ganginum og um 20 við Herðubreið og Herðubreiðartögl samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samtals sextíu skjálftar.

Stærsti skjálftinn átti sér stað við norðausturbrún Bárðarbunguöskjunnarum klukkan þrjú en hann var 4,5 að stærð. Annar skjálfti varð síðan klukkan rúmlega sex sem mældist 3,4. Aðrir skjálftar í nótt og í morgun hafa verð undir 2,0 að stærð.

Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum urðu einnig í gærkvöldi við Bárðarbunguöskjuna. Um hálf tíu varð þannig skjálfti upp á 3,2 og skömmu fyrir ellefu mældist einn sem var 4,1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert