Kári þarf ekki að greiða Fonsa

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Golli

Hæstiréttur hefur sýknað Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í máli sem Fonsi ehf. höfðaði gegn honum. Þá þarf Fonsi ehf. að greiða Kára málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti samtals 1.500.000 krónur.

Málið höfðaði Fonsi gegn Kára vegna ógreiddra reikninga í tengslum við verk sem unnin voru við byggingu einbýlishúss Kára. Fonsi gaf út 22 reikninga vegna verksins og greiddi Kári þá alla nema tvo. Taldi hann verkið gallað og Fonsi ekki lokið því í samræmi við samning.

Í héraðsdómi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Kári bæri að greiða Fons 8.730.606 krónur ásamt dráttarvöxtum og 700 þúsund krónur í málskostnað.

Í dómi Hæstarétts kemur fram að Fonsi ehf. krefjist staðfestingar héraðsdóms þar sem honum voru dæmdar 8.730.606 krónur úr hendi áfrýjanda. Kári er sýknaður af kröfu stefnda vegna reiknings nr. 433 að fjárhæð 5.258.417 krónur. Standa þá eftir 3.472.189 krónur, en gagnkrafa áfrýjanda vegna dagsekta, sem dómurinn hefur fallist á, er hærri en þeirri fjárhæð nemur. Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna áfrýjanda af kröfu stefnda, segir í dómi Hæstaréttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert