Laun oddvitans nánast tvöfölduð

Hvolsvöllur er í Rangárþingi eystra.
Hvolsvöllur er í Rangárþingi eystra. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarstjórn Rangárþings eystra ákvað á fundi sínum í byrjun mánaðarins að hækka starfshlutfall oddvita sveitarstjórnarinnar úr 30% í 40% og að launin miðuðust ekki lengur við þingfararkaup, heldur yrðu þau 40% af launum sveitarstjórans.

Þetta þýðir að laun oddvitans, Lilju Einarsdóttur, sem er í sveitarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, hækka um 190 þúsund krónur á mánuði. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum af sjö, en þrír sátu hjá.

Þingfararkaup er rúmlega 650 þúsund krónur á mánuði, en sveitarstjóralaunin í Rangárþingi eystra losa 960 þúsund krónur. Þannig nánast tvöfölduðust laun oddvitans við breytt starfshlutfall úr 30% í 40%, vegna þess að viðmiðið er ekki lengur þingfararkaup, heldur sveitarstjóralaun. Því verður oddvitinn með um 385 þúsund krónur á mánuði eftir þessa breytingu fyrir 40% starf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert