Margir fengu ítrekunarbréf fyrir mistök

mbl.is/Eggert

Bílastæðasjóður sendi á dögunum fyrir mistök út ítrekunarbréf um hækkun á aukastöðugjöldum og stöðubrotsgjöldum.

Tafir höfðu orðið á útsendingu ítrekunarbréfanna og þau bréf sem áttu að fara í póst í júní, júlí og ágúst fóru ekki í póst fyrr en í september. Margir viðtakendur fengu því ítrekunarbréf eftir að þeir höfðu greitt gjaldið, að því er segir á vef Reykjavíkurborgar.

Í ítrekunarbréfinu var eigendum ökutækja gefinn kostur á því að greiða gjaldið áður en til frekari hækkana kæmi  skv. 6. mgr. 108. gr. umferðalaga.

Fram kemur, að Bílastæðasjóður biðjist velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi mistök kunna að hafa valdið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert