Mengun nær inn á Húnaflóa

Litaði flekkurinn sýnir líkur á mengun í dag.
Litaði flekkurinn sýnir líkur á mengun í dag. mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan segir að búast megi við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa í dag.

Á morgun er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og austanlands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. 

Nánar hér.

Litaði flekkurinn sýnir líkur á mengun á morgun.
Litaði flekkurinn sýnir líkur á mengun á morgun. mynd/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert