Stærsti skjálftinn 5,1

Frá mælingum við Bárðarbungu.
Frá mælingum við Bárðarbungu. mbl.is/Árni Sæberg

Miklar jarðhræringar hafa verið í Bárðabunguöskju í dag og að sögn sérfræðings Veðurstofunnar eru skjálftarnir síðan á miðnætti hátt í fjörtíu talsins. Jafnframt hafa verið um fjörtíu skjálftar í norðanverðum ganginum og hátt í þrjátíu við Herðubreið. Sá stærsti mældist kl. 14:21 en hann var 5,1 að stærð.

„Þetta er áfram í svipuðum dúr. Virknin er eitthvað minni í miðgýgnum en er töluverð fyrir sunnan hann og norðan,“ segir Gunnar. B Guðmundsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni um stöðuna á eldgosinu í Holuhrauni í dag.

Að sögn Gunnars sést lítið í vefmyndavélum á svæðinu vegna lélegs skyggnis en samkvæmt upplýsingum frá þeim sem eru á staðnum er virknin svipuð og síðustu daga. „Það er þó ennþá töluvert gos í gangi.“ 

Miklar jarðhræringar hafa verið í Bárðabunguöskju í dag og að sögn Gunnars hafa skjálftarnir þar verið hátt í fjörtíu talsins síðan á miðnætti. Jafnframt hafa verið um fjörtíu skjálftar í norðanverðum ganginum og hátt í þrjátíu við Herðubreið.

Gunnar segir virknina svipaða og síðustu daga. „Það er ekkert lát á virkninni ennþá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert