Vildi frelsa vin sinn úr fangelsi

mbl.is/Eggert

Karlmaður var handtekinn um klukkan tvö í nótt grunaður um ölvun við akstur. Maðurinn hafði klomið akandi á bifreið í port Lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu og vildi sækja þangað vin sinn sem hafði verið handtekinn skömmu áður vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn var að sama skapi án ökuréttinda þar sem hann hafði ekki endurnýjað þau. Að upplýsinga og sýnatöku lokinni var maðurinn laus og hélt hann leiðar sinnar en bifreiðinni var lagt í port lögreglustöðvarinnar.

Tilkynnt var ennfremur um líkamsárás í miðborginni um klukkan hálf tvö. Karlmaður var ítrekað sleginn í andlitið. Hinn slasaður gekk sjálfur í sjúkrabifreiðina og var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar en gerandinn var þá farinn af vettvangi. Árásaraðili kom aftur skömmu síðar á vettvang þar sem hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu í kjölfarið vegna rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert