Vill aðgerðir til að bæta skattskil

Opinber gjöld skila sér ekki nógu vel.
Opinber gjöld skila sér ekki nógu vel. mbl.is/Golli

Ríkisendurskoðun hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu skýrslu um innheimtu opinberra gjalda þar sem hvatt er til þess að innheimtumenn ríkissjóðs fái auknar lagaheimildir til að afla upplýsinga um fjárhags- og eignastöðu þeirra sem skulda opinber gjöld.

Það verði meðal annars gert með því að veita innheimtumönnum aðgang að skattframtölum skuldara. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem út kom í gær.

Árið 2011 birti Ríkisendurskoðun skýrslu um innheimtu opinberra gjalda þar sem átta ábendingum, sem lutu að ýmsum úrbótum á skipulagi og stjórnun innheimtu mála, var beint til fjármálaráðuneytisins og einni til Fjársýslu ríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert