Hjartaaðgerð gegnum náraæð

Hjartaaðgerðir eru nú m.a. gerðar gegnum nára á Landspítalanum.
Hjartaaðgerðir eru nú m.a. gerðar gegnum nára á Landspítalanum.

Með nýjustu tækni eru ósæðarlokuskipti í hjarta framkvæmd í gegnum gat á náraæð sjúklingsins í stað opinnar hjartaaðgerðar.

„Þessi aðgerð opnar fyrir þann möguleika að veita fleiri sjúklingum meðferð við alvarlegum sjúkdómi,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir hjartalæknir á Landspítalanum, sem ásamt Þórarni Guðnasyni er í öflugu teymi lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa gert aðgerðirnar.

Teymið hefur meðal annars verið undir handleiðslu dansks hjartalæknis. Ríflega 30 slíkar aðgerðir hafa verið gerðar hér á landi undanfarið. Aðgerðirnar heppnuðust tæknilega vel og er líðan sjúklinga góð, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa lækninganýjung í Morgunblaðinu í dag.

Ingibjörg Guðmundsdóttir
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert