Hjólreiðar ekki mál vinstri manna

Danir hafa náð langt í að taka umræðu um hjólreiðasamgöngur úr skotgröfum vinstri og hægri pólitíkur, segir Klaus Bondam, formaður dönsku hjólasamtakanna, sem flutti fyrirlestur á fundi um hjólreiðar á Samgönguviku fyrr í dag. Stuðningur sé við að efla hjólreiðar úr báðum áttum og öllum leiðist að sjá umræðuna fara í þann farveg.

Áhrif hjólreiða hafa verið rannsökuð töluvert í Danmörku og Bondam segir dönsk stjórnvöld segja fullum fetum að hver hjólaður km spari samfélaginu 7 kr. danskar eða 145 kr. í bættum lífslíkum og betri heilsu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert