Landspítalinn hlaut Hjólaskálina

Dagur og Páll voru glæsilegir á hjólunum.
Dagur og Páll voru glæsilegir á hjólunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri afhenti Hjólaskálina – viðurkenningu fyrir eflingu hjólreiða við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag.

Að þessu sinni var Landsspítalinn verðlaunaður og tók Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á móti Hjólaskálinni.

Í kjölfar afhendingarinnar hjóluðu borgarstjóri og Páll með fríðu föruneyti lengri leiðina frá Iðnó yfir í Ráðhús.

Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, eru margvíslegar ástæður fyrir því að  Landspítalinn hlaut verðlaunin. Til að mynda hefur hann bætt aðstæður hjólafolks við spítalann, boðið upp á góð hjólastæði, öfluga samgöngustefna og stóraukið þáttöku starfsmanna í hjólreiðum.

Dagur afhendir Páli Hjólaskálina í dag.
Dagur afhendir Páli Hjólaskálina í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert