Matarkarfan ekki stærsta málið

Umræða um fjárlögin hefur að miklu leyti snúist  um hækkun á virðisaukaskatti á matvæli og niðurfellingu vörugjalda. Minna hefur verið talað um þátt þeirra í einu mikilvægasta verkefni sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir sem er að lækka skuldir ríkissjóðs og þar þarf að gera betur sérfræðinga.

mbl.is fékk þá Friðrik Má Baldursson, prófessor í hagfræði hjá HR, og Ara Skúlason, hagfræðing hjá hagfræðideild Landsbankans, til að segja sína skoðun á fjárlögunum sem lögð voru fram á dögunum.

Friðrik Már segir að heilt yfir lítist honum ágætlega á þær breytingar sem fyrirhugaðar séu og að ýmislegt sé til bóta, mun árangursríkara sé að koma til móts við einstaka hópa eins og barnafólk með barnabótum frekar en lægri matarskatti.

Ari segir nauðsynlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs mun hraðar, vaxtagreiðslur séu í kring um 80 milljarða á ári sem sé einn stærsti einstaki kostnaðarliður í ríkisbókhaldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert