Mengun nær frá Mývatni að Vopnafirði

Litaði flekkurinn sýnir líkur á mengun í dag.
Litaði flekkurinn sýnir líkur á mengun í dag. mynd/Veðurstofa Íslands

Búast má við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austri, að sögn Veðurstofunnar. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá frekar til austurs yfir Hérað og Austfirði.

Í kvöld snýst vindur til norðvesturs og má þá gera ráð fyrir mengun á sunnanverðum Austfjörðum að Höfn í Hornafirði.

Á morgun, laugardag má búast við áframhaldandi mengun suðaustur af gosstöðvunum.

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert