Hraunið næði frá Hafnarfirði að Mosfellsbæ

Hraunið teygir sig frá Hafnarfirði inn í Mosfellsbæ. Myndin er …
Hraunið teygir sig frá Hafnarfirði inn í Mosfellsbæ. Myndin er af hrauninu eins og það rann frá sprungunni, sem er í vinstra horninu á myndinni, og að Vaðöldu, sem er einhversstaðar í Mosfellsbæ, ef svo mætti að orði komast. © Loftmyndir ehf.

Hraunið sem hefur runnið frá sprungunni í Holuhrauni er stórt, jafnvel mjög stórt. Stærra en fullt af fótboltavöllum og fyrirferðameira en mörg þúsund Hallgrímskirkjur fullar af hrauni.

Gallinn við þessar stærðir er samt að þegar fótboltavellirnir eru orðnir fleiri en tíu, þá er erfitt að gera sér grein fyrir hvað það er löng vegalengd. Hvað eru til dæmis margir fótboltavellir í loftlínu frá Esjurótum að Menntaskólanum í Reykjavík? Örugglega mjög margir.

Við á mbl.is fengum því fyrirtækið Loftmyndir ehf. í lið með okkur til að varpa betra ljósi á hversu stórt hraunið er í hlutfalli við höfuðborgarsvæðið. Afraksturinn sést á myndum með fréttinni, en útlínurnar á kortunum eru af hrauninu eins og það leit út 16. september.

Fyrri myndin, þar sem hraunið teygir sig frá Hafnarfirði inn í Mosfellsbæ er af hrauninu eins og það rann frá sprungunni, sem er í vinstra horninu á myndinni og að Vaðöldu, sem er einhversstaðar í Mosfellsbæ, ef svo mætti að orði komast.

Á seinni myndinni er búið að snúa hrauninu, þannig að sprungan er komin langt austur fyrir höfuðborgarsvæðið og Vaðalda er fyrir vestan Seltjarnarnesið.

Fyrir þá sem vilja alþjóðlegri nálgun á hraunið má fyrir það fyrsta benda á þessa frétt, en til skýringarauka eru einnig myndir af því hvernig hraunið leggst yfir annarsvegar Manhattan og hins vegar London.

Hér er búið að snúa hrauninu, þannig að sprungan er …
Hér er búið að snúa hrauninu, þannig að sprungan er komin langt austur fyrir höfuðborgarsvæðið og Vaðalda er fyrir vestan Seltjarnarnesið. © Loftmyndir ehf.
Holuhraun ef það hefði runnið yfir Manhattan. Hraunið nær frá …
Holuhraun ef það hefði runnið yfir Manhattan. Hraunið nær frá Governors Island og Broolklyn alla leið til vesturhluta Bronx. Manhattan væri næstum öll þakin hrauni. © mbl.is
Ef hraunið hefði runnið yfir Lundúnir hefðu mörg helstu kennileiti …
Ef hraunið hefði runnið yfir Lundúnir hefðu mörg helstu kennileiti borgarinnar og garðar farið undir hraun. © mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert