Segir síldveiðarnar við Grænland vera löglegar

Skip Brims hf., Brimnes RE 27, liggur nú við Kleppsbakka. …
Skip Brims hf., Brimnes RE 27, liggur nú við Kleppsbakka. Útgerðin tapar afla og veiðarfærum, verði niðurstaðan sú að síldveiðarnar hafi verið ólöglegar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, segir að síldveiðar skipa félagsins, Brimness og Guðmundar í Nesi, í grænlenskri lögsögu séu löglegar.

Landhelgisgæslan vísaði í vikunni Brimnesi til hafnar vegna meintra ólöglegra síldveiða í lögsögu Grænlands og er mál skipsins nú til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hjá henni fengust þær upplýsingar í gær að yrði niðurstaða dómstóla sú að um ólögmætar veiðar hefði verið að ræða, yrðu afli og veiðarfæri gerð upptæk, jafnframt því sem fésektir yrðu lagðar á útgerðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert