Strætó afþakkar tekjur af auglýsingum

Auglýsingar á strætisvögnum eru liðin tíð. Strætó bs. fékk á sínum tíma milljón á mánuði í tekjur vegna auglýsinga á strætisvögnum. Framkvæmdastjóri AFA JCDecaux, sem sér um auglýsingar á strætóskýlum, segir mikinn áhuga hjá auglýsendum að auglýsa á strætó. Svo virðist sem enginn áhugi sé á að ná í þessar tekjur. Talsmaður Strætó segir auglýsingasöluna ekki hafa borgað sig.

Á árunum 2001-2008 voru strætisvagnar merktir auglýsingum algeng sjón. Jafnvel gerðist það að fyrirtæki keyptu auglýsingapláss á heilum vagni. Þetta heyrir sögunni til því Strætó bs. hefur horfið af auglýsingamarkaði. Ekki er lengur hægt að fá keypta auglýsingu á strætisvagni heldur fer skiltaplássið undir auglýsingar frá Strætó bs. Meðan samningur var í gildi um sölu auglýsinga á vögnunum skilaði hann Strætó bs., sem er í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, um einni milljón króna á mánuði í tekjur.

„Strætó var með samning við fyrirtækið AFA JCDecaux um auglýsingar á vögnunum. Tekjur Strætó vegna samningsins voru ein milljón króna á mánuði. Hinsvegar fór öll vinnan fram hjá okkur og á ábyrgð Strætó og á okkar kostnað. Sé það metið inn var ekki nema helmingur upphæðarinnar rauntekjur,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, í svari við fyrirspurn blaðamanns um hvers vegna Strætó bs. aflar sér ekki lengur tekna með auglýsingasölu.

Kristín Soffía Jónsdóttir, varaformaður stjórnar Strætó bs., segir auglýsingasölu á vögnum ekki hafa verið sérstaklega rædda í nýrri stjórn Strætó bs. Ljóst sé þó að ef Strætó nýtti ekki auglýsingaplássið á vögnunum fyrir auglýsingar sem hvort sem er þyrfti að kaupa myndi koma til kostnaður annars staðar.

„Hálf milljón á mánuði eru ekki miklir peningar í þessu samhengi. Ef Strætó bs. ætti að auglýsa sig á almennum miðlum þá myndi þessi hálfa milljón hrökkva skammt. Strætó telur sig fá mikið fyrir peninginn með því að auglýsa eingöngu á eigin vögnum,“ segir Kristín Soffía og bendir á að notendum Strætó hafi fjölgað um þriðjung á síðustu fjórum árum.

Að sögn Kolbeins keypti Strætó bs. auk þess pláss á eigin vögnum fyrir sínar auglýsingar af AFA JCDecaux á sínum tíma fyrir hærri upphæð árlega en sem nam þeim 12 milljónum króna sem fengust í tekjur.

„Þegar kreppan skall á 2008 óskaði AFA JCDecaux eftir því að fá 50% afslátt frá samningnum. Því var hafnað og stjórn Strætó ákvað að nýta auglýsingaplássið fyrir auglýsingar Strætó.

Í þessu samhengi voru einnig uppi spurningar um samkeppnissjónarmið, þ.e. hvort Strætó ætti að vera í samkeppni við aðra um auglýsingapláss,“ segir Kolbeinn.

Að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, formanns stjórnar Strætó bs., er almenn sátt með það fyrirkomulag að Strætó bs. auglýsi eigin þjónustu á auglýsingarými strætisvagna í stað þess að auglýsingar séu seldar eins og áður var gert. „Við myndum gjarnan vilja hafa úr meiri fjármunum að spila til að markaðssetja þjónustu Strætó. En þar sem mjög lítið fjármagn er fyrir auglýsingakaup höfum við talið að hagkvæmasta leiðin fyrir Strætó sé að auglýsa sig með þessum hætti. Þetta er góð leið til að koma skilaboðum á framfæri. “

Auglýsendur hafa reglulega samband við AFA JCDecaux til að spyrja um auglýsingar á strætó, en fyrirtækið sér um rekstur og auglýsingasölu á strætóskýlum og var áður með samning við Strætó bs. um sölu auglýsinga á hliðum strætisvagna.

„Strætó bs. er eina strætófyrirtækið sem ég þekki til í Evrópu sem ekki selur auglýsingar á strætó. Þó hefur það verið þannig að verðgildi auglýsinga hér er hærra en víða annars staðar. Það er skrýtið að eigendur geri ekki kröfu um að fyrirtækið afli allra þeirra tekna sem það hefur möguleika á,“ segir Einar.

Svo virðist sem lítill áhugi hafi verið hjá Strætó á að endurnýja samning um auglýsingar á vögnunum. „Ég skil ekki þessa afstöðu. Það er augljóslega eftirspurn eftir þessum auglýsingum því við fáum að minnsta kosti vikulega símtöl þar sem spurt er um auglýsingar á strætisvagna.“

AFA JCDecaux á og rekur 230 strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu og selur auglýsingar á skýlin með samningi við Reykjavíkurborg. Einar segir tekjur allra sem selja auglýsingar hafa hrunið 2008, en nú sé allt önnur staða. „Við erum komin aftur í svipaða veltu og var árið 2006.“

Miðað við fjölda strætisvagna í notkun á höfuðborgarsvæðinu ætti velta auglýsinga á vögnunum að geta numið um 40-45 milljónum króna árlega. Þar af myndu beinar tekjur Strætó bs. geta numið um 14 milljónum króna árlega að mati Einars.

Á árunum 2001-2008 var fyrirtækið með samning við Strætó bs. um sölu auglýsinga á sjálfum strætisvögnunum. Þegar hrunið varð 2008 breyttust forsendur og Strætó endurnýjaði ekki samninginn. Að sögn Einars hefur þó alltaf verið markaður fyrir auglýsingar á strætisvögnum og AFA JCDecaux bauð Strætó aftur samning um auglýsingar á vögnum árið 2009. „Þá var hugmyndin að gera langtímasamning, til 10 ára, sem hefði fært Strætó tekjur upp á 70-100 milljónir króna. Það virtist bara enginn áhugi á því.

En ég tek fram að það er ekkert sem segir að við ættum að fá þetta verkefni að selja auglýsingar á strætisvagna. Svona á bara að fara í útboð,“ segir Einar.

Sjá nánar um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is/Styrmir Kári

Bloggað um fréttina

Innlent »

Björt framtíð mætti ekki

19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

Ólíklegt að efnin berist í notendur

17:30 Lítil hætta er talin á því að hættuleg efni berist í notendur gervigrasvalla í Kópavogi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á átta gervigrasvöllum bæjarins og sem Kópavogsbær kynnti í í dag. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn eiginkonu

17:19 Karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Meira »

Tillaga Bjarna „óásættanleg“

17:08 „Mér finnst óásættanlegt hvernig þetta er sett upp,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

16:51 Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010. Meira »

Ósamhljóða í fordæmisgefandi máli

16:14 Heimilt er að ákæra menn fyrir meiri háttar skattalagabrot þó að þeir hafi áður sætt háu álagi ofan á vangoldna skatta. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra. Meira »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

10 mánuðir fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

16:25 Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur af Hæstarétti til að sæta fangelsi í 10 mánuði auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 13 mánaða fangelsi. Meira »

Stíga til baka og óska frekari gagna

15:59 „Þetta var gagnlegur fundur með umboðsmanni Alþingis og svaraði mörgum spurningum. Samt sem áður liggja eftir spurningar sem við vildum gjarnan fá svör við. Hvort það er enn þá tilefni til formlegrar rannsóknar eigum við eftir að meta.“ Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 20þ Upplýsingar í síma ...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...