Strætó afþakkar tekjur af auglýsingum

Auglýsingar á strætisvögnum eru liðin tíð. Strætó bs. fékk á sínum tíma milljón á mánuði í tekjur vegna auglýsinga á strætisvögnum. Framkvæmdastjóri AFA JCDecaux, sem sér um auglýsingar á strætóskýlum, segir mikinn áhuga hjá auglýsendum að auglýsa á strætó. Svo virðist sem enginn áhugi sé á að ná í þessar tekjur. Talsmaður Strætó segir auglýsingasöluna ekki hafa borgað sig.

Á árunum 2001-2008 voru strætisvagnar merktir auglýsingum algeng sjón. Jafnvel gerðist það að fyrirtæki keyptu auglýsingapláss á heilum vagni. Þetta heyrir sögunni til því Strætó bs. hefur horfið af auglýsingamarkaði. Ekki er lengur hægt að fá keypta auglýsingu á strætisvagni heldur fer skiltaplássið undir auglýsingar frá Strætó bs. Meðan samningur var í gildi um sölu auglýsinga á vögnunum skilaði hann Strætó bs., sem er í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, um einni milljón króna á mánuði í tekjur.

„Strætó var með samning við fyrirtækið AFA JCDecaux um auglýsingar á vögnunum. Tekjur Strætó vegna samningsins voru ein milljón króna á mánuði. Hinsvegar fór öll vinnan fram hjá okkur og á ábyrgð Strætó og á okkar kostnað. Sé það metið inn var ekki nema helmingur upphæðarinnar rauntekjur,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, í svari við fyrirspurn blaðamanns um hvers vegna Strætó bs. aflar sér ekki lengur tekna með auglýsingasölu.

Kristín Soffía Jónsdóttir, varaformaður stjórnar Strætó bs., segir auglýsingasölu á vögnum ekki hafa verið sérstaklega rædda í nýrri stjórn Strætó bs. Ljóst sé þó að ef Strætó nýtti ekki auglýsingaplássið á vögnunum fyrir auglýsingar sem hvort sem er þyrfti að kaupa myndi koma til kostnaður annars staðar.

„Hálf milljón á mánuði eru ekki miklir peningar í þessu samhengi. Ef Strætó bs. ætti að auglýsa sig á almennum miðlum þá myndi þessi hálfa milljón hrökkva skammt. Strætó telur sig fá mikið fyrir peninginn með því að auglýsa eingöngu á eigin vögnum,“ segir Kristín Soffía og bendir á að notendum Strætó hafi fjölgað um þriðjung á síðustu fjórum árum.

Að sögn Kolbeins keypti Strætó bs. auk þess pláss á eigin vögnum fyrir sínar auglýsingar af AFA JCDecaux á sínum tíma fyrir hærri upphæð árlega en sem nam þeim 12 milljónum króna sem fengust í tekjur.

„Þegar kreppan skall á 2008 óskaði AFA JCDecaux eftir því að fá 50% afslátt frá samningnum. Því var hafnað og stjórn Strætó ákvað að nýta auglýsingaplássið fyrir auglýsingar Strætó.

Í þessu samhengi voru einnig uppi spurningar um samkeppnissjónarmið, þ.e. hvort Strætó ætti að vera í samkeppni við aðra um auglýsingapláss,“ segir Kolbeinn.

Að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, formanns stjórnar Strætó bs., er almenn sátt með það fyrirkomulag að Strætó bs. auglýsi eigin þjónustu á auglýsingarými strætisvagna í stað þess að auglýsingar séu seldar eins og áður var gert. „Við myndum gjarnan vilja hafa úr meiri fjármunum að spila til að markaðssetja þjónustu Strætó. En þar sem mjög lítið fjármagn er fyrir auglýsingakaup höfum við talið að hagkvæmasta leiðin fyrir Strætó sé að auglýsa sig með þessum hætti. Þetta er góð leið til að koma skilaboðum á framfæri. “

Auglýsendur hafa reglulega samband við AFA JCDecaux til að spyrja um auglýsingar á strætó, en fyrirtækið sér um rekstur og auglýsingasölu á strætóskýlum og var áður með samning við Strætó bs. um sölu auglýsinga á hliðum strætisvagna.

„Strætó bs. er eina strætófyrirtækið sem ég þekki til í Evrópu sem ekki selur auglýsingar á strætó. Þó hefur það verið þannig að verðgildi auglýsinga hér er hærra en víða annars staðar. Það er skrýtið að eigendur geri ekki kröfu um að fyrirtækið afli allra þeirra tekna sem það hefur möguleika á,“ segir Einar.

Svo virðist sem lítill áhugi hafi verið hjá Strætó á að endurnýja samning um auglýsingar á vögnunum. „Ég skil ekki þessa afstöðu. Það er augljóslega eftirspurn eftir þessum auglýsingum því við fáum að minnsta kosti vikulega símtöl þar sem spurt er um auglýsingar á strætisvagna.“

AFA JCDecaux á og rekur 230 strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu og selur auglýsingar á skýlin með samningi við Reykjavíkurborg. Einar segir tekjur allra sem selja auglýsingar hafa hrunið 2008, en nú sé allt önnur staða. „Við erum komin aftur í svipaða veltu og var árið 2006.“

Miðað við fjölda strætisvagna í notkun á höfuðborgarsvæðinu ætti velta auglýsinga á vögnunum að geta numið um 40-45 milljónum króna árlega. Þar af myndu beinar tekjur Strætó bs. geta numið um 14 milljónum króna árlega að mati Einars.

Á árunum 2001-2008 var fyrirtækið með samning við Strætó bs. um sölu auglýsinga á sjálfum strætisvögnunum. Þegar hrunið varð 2008 breyttust forsendur og Strætó endurnýjaði ekki samninginn. Að sögn Einars hefur þó alltaf verið markaður fyrir auglýsingar á strætisvögnum og AFA JCDecaux bauð Strætó aftur samning um auglýsingar á vögnum árið 2009. „Þá var hugmyndin að gera langtímasamning, til 10 ára, sem hefði fært Strætó tekjur upp á 70-100 milljónir króna. Það virtist bara enginn áhugi á því.

En ég tek fram að það er ekkert sem segir að við ættum að fá þetta verkefni að selja auglýsingar á strætisvagna. Svona á bara að fara í útboð,“ segir Einar.

Sjá nánar um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is/Styrmir Kári

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Arin kubbar ódýrt
Arinkubbar til sölu, þeir loga í 2-3 tíma 20 stk. 5 þúsund kr. Uppl. 8691204....
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...