Dýrara að leggja í bílastæði fatlaðra

Stöðumælavörður að störfum í miðborginni.
Stöðumælavörður að störfum í miðborginni. mbl.is/RAX

Sekt fyrir að leggja í bílastæði fyrir hreyfihamlaða mun tvöfaldast og verða 20 þúsund krónur, nái tillögur bílastæðanefndar Reykjavíkurborgar fram að ganga.

Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði voru um 600 stöðubrotsgjöld lögð á eigendur bíla fyrir þetta brot á síðasta ári.

Gjaldið var hækkað úr 2.500 í 10 þúsund á árinu 2010 en ekki dró úr brotum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert