Enn aukning í mjólkursölu

Áfram þurfa kúabændur að fjölga kúm og auka nytina.
Áfram þurfa kúabændur að fjölga kúm og auka nytina. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta mun örugglega koma mismunandi niður. Erfiðara verður fyrir þá framleiðendur sem eru með fullnýtta aðstöðu og háa nyt að bregðast við. Ég held þó að nokkurt svigrúm sé fyrir aðra að nýta tækifæri og bæta við sig.“

Þetta segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, um tillögu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði um að hækka greiðslumark í mjólk um 15 milljónir lítra, þannig að það verði 140 milljónir lítra á næsta ári.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður að tillagan sé viðbragð við þeirri markaðsþróun sem verið hafi síðasta eitt og hálft ár. „Það er ekkert lát á vexti í sölu. Tillagan er í samræmi við þá þróun og einnig þarf að styrkja birgðastöðu í mjólkurvörum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert