Forði Þórisvatns nálgast meðaltal

Þórisvatn er uppistöðulón fyrir Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð og …
Þórisvatn er uppistöðulón fyrir Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð og Búðarhálsstöð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jökulvatn fossar inn í Þórisvatn sem er uppistöðulón fyrir margar stórvirkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu.

Yfirborð vatnsins er komið í 576,5 metra hæð og nálgast hratt meðaltalið sem er 577 m. Á sama tíma í fyrra stóð lónið í 574 metrum.

Í byrjun september taldi Landsvirkjun ekki líkur á að Þórisvatn myndi fyllast en yfirfall þess er við 579,5 metra hæð. Síðan hefur mikið runnið í vatnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert