Nóg að gera hjá lögreglu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Maður var handtekinn um klukkan 1 í nótt fyrir eignarspjöll eftir að hafa í annarlegu ástandi skemmt bifreiðar. Var maðurinn vistaður í fangageymslu og verður rætt við hann þegar ástand hans lagast. 

Þá var maður handtekinn í Austurstræti rétt fyrir klukkan 2 í nótt, grunaður um að hafa slegið stúlku í andlitið. Fór stúlkan á slysadeild til aðhlynningar. Maðurinn, sem var ölvaður, var vistaður í fangageymslu í nótt. 

Þá var tilkynnt um líkamsárás skömmu eftir klukkan 3 í nótt þar sem maður í annarlegu ástandi réðst á mann og konu við Ingólfstorg. Hljóp maðurinn á brottog fannst ekki. Konan fór upp á slysadeild til aðhlynningar. 

Í Kópavogi var maður handtekinn og færður í fangageymslu eftir að hann hafði áreitt fólk á veitingahúsi. Var hann undir áhrifum áfengis og verður hann yfirheyrður í dag þegar ástand hans lagast. 

Alls voru 12 manns í fangageymslum lögreglunnar eftir nóttina, þar af 2 að eigin ósk og 10 fyrir ýmis önnur mál. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert