Stefán og Þórunn buðu heim

Stefán Baldursson, óperustjóri Íslensku óperunnar, og Þórunn Sigurðardóttir, háskólanemi og fyrrverandi stjórnandi Listahátíðar, buðu heim í kvöldverð í vikunni, en tilefnið var komandi uppsetning á óperunni Don Carlo eftir Verdi, í fyrsta skipti á Íslandi.

Hópinn skipuðu því söngvarar og var Kristinn Sigmundsson í öndvegi og auðvitað settur til borðs sem slíkur, enda syngur hann í fyrsta skipti í mjög langan tíma með Íslensku óperunni og leikur sjálfan Spánarkonung. Þá voru leikstjórinn og hljómsveitarstjórinn líka á staðnum.

<div><span><span>Þórunn ákvað að bjóða upp á nokkuð þungan íslenskan haustmat með suðrænu ívafi en uppskriftirnar má nálgast í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út um helgina.</span></span></div>
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert