Vatnslaust í Holtahverfi á Ísafirði

mbl.is/Sigurður Bogi

Vatn fór af Holtahverfi á Ísafirði í gær og er enn vatnslaust. Samkvæmt Gísla H. Halldórssyni bæjarstjóra fór lögn í sundur þegar plægt var fyrir rörum við þjóðveginn upp Tungudal en framkvæmdin er ekki á vegum Ísafjarðarbæjar. 

Varahluturinn sem þarf til þess að laga lögnina er ekki á staðnum en mun berast með flugi klukkan 10. Mun vatnið að öllum líkindum komast á fljótlega eftir það. 

Ísafjarðarbær biðst afsökunar á ástandinu og mun, að sögn Gísla, skoða í framhaldinu hvað betur megi fara til þess að koma í veg fyrir að svo langvarandi vatnsleysi endurtaki sig. 

Uppfært kl. 10:09

Óhapp varð til þess að varahluturinn sem beðið er eftir kemur ekki til Ísafjarðar fyrr en um miðjan dag. Áfram verður reynt að koma vatni á Holtahverfi eftir öðrum leiðum. 

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. mblis/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert