Ný stjórn ungra Vinstri grænna

Frá flokksráðsfundi Vinstri grænna. Ungir Vinstri grænir eru óánægðir með …
Frá flokksráðsfundi Vinstri grænna. Ungir Vinstri grænir eru óánægðir með að flokksráð VG taki ekki einarðari afstöðu gegn olíuvinnslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalfundur ungra Vinstri grænna var haldinn um helgina í Valhöll á Eskifirði. Ný stjórn og framkvæmdastjórn var kjörin á fundinum og stjórnmálaályktun samþykkt. 

Í ályktuninni krefjast ung Vinstri græn meðal annars afsagnar innanríkisráðherra. Í ályktuninni segir:

Landsfundur Ungra vinstri grænna, haldinn í Valhöll á Eskifirði 19.-21. september 2014, lýsir yfir vantrausti á innanríkisráðherra. Það er óviðunandi að persónuupplýsingum og gróusögum um hælisleitendur sé lekið frá skrifstofu ráðherra í vel valda fjölmiðla og verður Hanna Birna Kristjánsdóttir að axla pólitíska ábyrgð á því. Öll vinnubrögð í kringum mál Tony Omos af hálfu íslenskra stjórnvalda eru ekkert minna en viðbjóðsleg og bera vott um hreinræktað mannhatur.

Þá lýsa ung Vinstri græn yfir óánægju með flokksráð Vinstri grænna, að hafa ekki tekið einarðari afstöðu gegn olíuvinnslu. Þá harma félagar í UVG kosningabaráttu Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum í vor. Í ályktuninni segir:

Frelsi fylgir ábyrgð. Ábyrgð Framsóknar og flugvallarvina er mikil og þessi ömurlegu viðhorf skyggja á þann árangur sem náðst hefur í trúfrelsisbaráttunni á liðnum árum, t.a.m. að lífsskoðunarfélög hafi nú jafnan rétt á við trúfélög, að sjálfkrafa skráning barns í trúfélag móður hafi verið afnumin og að Félag múslima á Íslandi hafi loksins fengið ásættanlega lóð undir mosku í Reykjavík.

Að neðan má sjá ályktunina í heild sinni. 

Nýja framkvæmdastjórn skipa:

Daníel Haukur Arnarsson, aðalritari
Gísli Garðarsson, ritstjóri
Hulda Hólmkelsdóttir, talskona
Ólafur Björn Tómasson, talsmaður
Rakel Guðmunsdóttir Brandt, viðburðarstýra
Snæfríður Sól Thomasdóttir, innrastarfsfulltrúi
Védís Huldudóttir, alþjóðafulltrúi.

Nýja landstjórn skipa:

Ágúst Arnórsson
Ármann Jakobsson
Bjarki Þór Grönfeldt
Eyrún Fríða Árnadóttir
Gyða Dröfn Hjaltadóttir
Hlédís Maren Guðmundsdóttir
Iðunn Haraldsdóttir
Ingólfur Eiríksson
Ívar Vincent Smárson
Jovana Pavlović
Ragnhildur Ásta Valsdóttir
Sara Mansour
Stefán Elí Gunnarsson
Þorsteinn Björnsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert