Austfirðingar gætu fundið fyrir mengun

Spákort fyrir gasdreifingu dagsins.
Spákort fyrir gasdreifingu dagsins. Veðurstofa Íslands.

Með morgninum mun vindur á gosstöðvunum væntanlega snúast tímabundið í vestanátt og berst þá gasmengunin til austurs.

Um hádegi má búast við suðvestanátt og að mengunin berist til norðausturs. Mengunar gæti því orðið vart á svæði frá Þistilfirði í norðri og suður á Austfirði.

Á morgun er útlit fyrir vestlæga átt og má þá búast við að gasið berist til austurs yfir Hérað og Austfirði.

Spá um gasdreifingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert