Bundnir við gæslu bannsvæðis

Nýja hraunið breiðir nú úr sér til suðausturs, yfir svæði …
Nýja hraunið breiðir nú úr sér til suðausturs, yfir svæði sem ekki hefur verið hægt að kanna nema úr lofti. mbl.is/RAX

Lögreglan þarf að leggja mikinn mannafla, tíma og orku í að koma í veg fyrir að fólk fari inn á bannsvæðið norður af Vatnajökli og vinna úr málum sem upp hafa komið vegna þess.

„Þetta er tími sem við teljum að væri betur varið í ýmislegt annað sem að þessu snýr,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Hefur lögreglan á Húsavík hefur fengið liðsauka frá ríkislögreglustjóra til að annast gæslu á fjöllum og við almenna löggæslu í umdæminu.

Engin merki sjást um að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun. Hraunrennsli er enn verulegt og breiðir nú úr sér við miðbik hraunsins. Á nýju korti sem starfsmenn Jarðvísindastofnunar hafa gert samkvæmt upplýsingum jarðvísindamanna á staðnum og eftir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar á laugardag sést að hraunið hefur breitt verulega úr sér síðustu daga til suðausturs, meðfram kvísl Jökulsár. Hraunið er nú talið 37 ferkílómetrar að stærð, þar af hafa tæpir 8 ferkílómetrar bæst við síðustu vikuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert