Eiga erfitt með breytingar

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Með breytingum nýverið á morgun- og hádegisútvarpi breyttist hljóðheimur Rásar 1 mikið, sem margir hlustendur eiga erfitt með að sætta sig við,“ segir í ályktun Hollvina Ríkisútvarpsins. Samtökin leggja mikla áherslu á að Rás 1 fái að halda sínum skýru sérkennum og menningarlega yfirbragði.

„Ríkisútvarpið hefur sent út sá tveimur hljóðvarpsrásum frá árinu 1983, þegar Rás tvö tók til starfa og var einkum ætlað að sinna þörfum ungs fólks. Lengst af höfðu þessar hljóðvarpsrásir hvor sín skýru einkenni, svo ekki varð um villst á hvora þeirra var verið að hlusta. Með breytingum nýverið á morgun- og hádegisútvarpi breyttist hljóðheimur Rásar 1 mikið, sem margir hlustendur eiga erfitt með að sætta sig við.

Á félagsfundi Hollvina Ríkisútvarpsins fimmtudaginn 18. september, þar sem mættir voru hollvinir útvarpsins á ýmsum aldri, var samþykkt að fara þess á leit við yfirstjórn Ríkisútvarpsins að „síðasta lag fyrir fréttir“ verði haft á sínum stað, næst á undan fréttunum. Einnig lýstu fundarmenn yfir óánægju með að leiknar auglýsingar skuli sendar út á Rás 1. Á fundinum var mikil áhersla lögð á að Rás 1 fengi að halda sínum skýru sérkennum og menningarlega yfirbragði, svo lengi sem RÚV rekur tvær útvarpsstöðvar,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert