Fleiri leita til VIRK í alvarlegum vanda

Um 74% þeirra einstaklinga sem útskrifast frá VIRK eru annað …
Um 74% þeirra einstaklinga sem útskrifast frá VIRK eru annað hvort í launuðu starfi, atvinnuleit eða í lánshæfu námi við útskrift. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Allt í allt hafa nú tæplega sjö þúsund einstaklingar, sem ekki hafa getað stundað vinnu vegna veikinda eða slysa, leitað til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs á síðustu fimm árum. 

Í dag eru um 2.500 einstaklingar í þjónustu á vegum VIRK skv. nýlegri samantekt sjóðsins, að því er fram kemur í fréttaskýringu um starfsemi þessa í Morgunblaðinu í dag.

Starfsmenn VIRK benda á að þeir einstaklingar sem leita til VIRK glíma undantekningarlítið við alvarlegan vanda og geta ekki tekið þátt á vinnumarkaði án aðstoðar í formi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar og segja að yfir 70% þeirra einstaklinga sem leita til VIRK hafi ekki starfsgetu vegna andlegra sjúkdóma og/eða stoðkerfisvandamála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert