Gert að víkja sæti sem meðdómari

mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni Frímann Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, skuli víkja sæti sem meðdómari í Milestone-málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni 10. september sl. 

Í málinu eru þrír endurskoðendur ákærðir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur. Þeir mótmæltu því í héraði að Bjarni yrði tilkvaddur sem meðdómsmaður vegna vanhæfis. Þeir kváðu Bjarna m.a. hafa haldið fyrirlestra árið 2010 um framferði endurskoðenda í aðdraganda fjármálarkreppunnar haustið 2008. 

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að með orðum sínum hafi Bjarni vikið orðum sínum óbeint að sakborningum.

„Þegar þau orð eru sett í samhengi við hvassa gagnrýni hans í fyrirlestrinum á störf endurskoðenda má skilja þau svo að í þeim felist áfellisdómur yfir störfum varnaraðila. Samkvæmt því hafa þeir réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans í efa, sbr. g. lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. Ber honum því að víkja sæti í málinu,“ segir í dómi Hæstaréttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert