Kviknaði í út frá neyðarblysi

Eldurinn í Brekkubæjarskóla kviknaði út frá neyðarblysi. Kveikt var á neyðarblysi í kennslustofu á yngsta stigi. Þetta kemur fram á facebooksíðu skólans.

Einn nemandi hlaut brunasár og kallað var eftir sjúkrabíl og aðstoð slökkviliðs. Á síðu skólans segir að nemendum hafi brugðið illa og að huga þurfi að líðan þeirra. Lögreglan hefur komið að rannsókn málsins og telur atburðinn upplýstan.

Búið er að hringja í alla foreldra nemenda í viðkomandi árgangi. Áfallateymi skólans er tekið til starfa. Skólahald verður með venjubundnum hætti á morgun, þriðjudag. Foreldrar geta haft samband við skólann ef þeir óska eftir aðstoð vegna þessa atburðar.

Eldur í Brekkubæjarskóla

Facebooksíða Brekkubæjarskóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert