Óskar eftir fresti til 1. október

Erla Bolla­dótt­ir í rétt­ar­sal þegar þegar málið var flutt í …
Erla Bolla­dótt­ir í rétt­ar­sal þegar þegar málið var flutt í Hæsta­rétti í janú­ar 1980. mbl.is

Ríkissaksóknari hefur óskað eftir fresti til 1. október til að svara erindum endurupptökunefndar varðandi beiðni Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn mbl.is.

Endurupptökunefnd sendi ríkissaksóknara beiðnina þann 4. september sl. og fékk embættið frest til dagsins í dag til að veita umsögn. Eins og fyrr segir hefur ríkissaksóknari nú óskað eftir fresti til 1. október. Það er í höndum embættisins að taka mæla með endurupptöku eða leggjast gegn henni.

Ragn­ar Aðal­steins­son­, lög­maður Erlu og Guðjóns, sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku, að þetta væri afar naum­ur tími til að fara yfir gögn­in, sem telja tugi þúsunda blaðsíðna.

Ragnar sagði ennfremur að þriðji möguleikinn væri fyrri hendi, þ.e. að embættið taki ekki af­stöðu til beiðninn­ar. Sú niðurstaða er hins veg­ar harla ólík­leg að mati Ragn­ars.

Starfs­hóp­ur um Guðmund­ar- og Geirfinns­mál kynnti niður­stöður skýrslu sinn­ar á …
Starfs­hóp­ur um Guðmund­ar- og Geirfinns­mál kynnti niður­stöður skýrslu sinn­ar á blaðamanna­fundi í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu í mars 2013. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert