Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig

Frá miðnætti hafa tíu skjálftar mælst í Bárðarbunguöskjunni. Stærstu skjálftarnir voru 3,6 kl. 00.19, 3,7 kl. 3.13 og 3,5 kl. 5.28 í nótt. Tíu skjálftar til viðbótar mældust í norðanverðri öskjunni og voru þeir allir minni en tvö stig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Gosið virðist vera nokkuð stöðugt, ef marka má myndir frá vefmyndavélum á svæðinu í morgun. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert