Vilborg og Atli heilsuhraust og kát

Vilborg Arna og Atli.
Vilborg Arna og Atli. Af Instagram-síðu Vilborgar Örnu

Vilborg Arna Gissurardóttir og Atli Pálsson göngugarpar eru nú í Advanced Base Camp á fjallinu Cho Oyu í Tíbet. Búðirnar eru í 5.650 metra hæð en þau eru búin að selflytja allan búnað upp í Camp 1 sem eru í um 6.300 metra hæð. 

Félagarnir ætla að hvíla í tvo daga í Advanced Base Camp, halda því næst upp í Camp 1 þar sem þau gista eina nótt. Eftir það hefjast þau handa við að bera búnað upp í Camp 2 sem eru í 7.130 metra hæð. 

Vilborg Arna og Atli stefna að því að klífa fjallið, sem er sjötta hæsta fjall ver­ald­ar, án súr­efn­is og aðstoðarmanna. 

Á heimasíðu Vilborgar kemur fram að það liggi ljómandi vel á göngufólkinu, þau séu hress, heilsuhraust og kát og hafi hitt marga á fjallinu. Þau hafa meðal annars hitt nokkra sherpa sem Vilborg kynntist á Everest á síðasta ári. 

„Það er gaman en þetta reynist talsvert á,“ segir í pistlinum sem skrifaður er fyrir Vilborgu Örnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert