Vilja skylda atvinnuleitendur til starfa

Átján þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að efla virkni atvinnulausra í samfélaginu.

Vilja þeir að Alþingi álykti að fela félags- og húsnæðismálaráðherra að efla virkniúrræði fyrir atvinnuleitendur og fjölga slíkum úrræðum.

Segir í greinargerð með tillögunni að mikilvægt sé að búa atvinnuleitendum gott umhverfi þar sem þeir geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu meðan á atvinnuleit stendur. Til að vinna að því markmiði þurfi þeim að standa til boða að sinna störfum sem séu samfélaginu til góða. Þá verði það skilyrði til greiðslu úr atvinnuleysistryggingasjóði og framfærslu sveitarfélaga að atvinnuleitendur taki þátt í virkniúrræðum þessum og að settar verði reglur um lágmarksvinnuframlag þar sem atvinnuleitendur þurfi að sýna fram á góða ástundun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert