Ákvörðun um framtíð flugvallar hjá ráðuneyti

Flugbrautin á Siglufirði hefur látið mikið á sjá og fer …
Flugbrautin á Siglufirði hefur látið mikið á sjá og fer senn af skrá. Ljósmynd/Gunnlaugur Guðleifssom

Innanríkisráðuneytisins er að ákveða hvort einkaaðilar geti yfirtekið flugvöllinn á Siglufirði. Þetta segir Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Isavia.

Orri Vigfússon athafnamaður og nokkrir félagar hans hafa óskað eftir því að taka Siglufjarðarflugvöll yfir. Horfa þeir til þess að völlurinn gæti nýst í tengslum við uppbyggingu sína í Fljótum, þar sem þeir eru með margþætta starfsemi og eru nú að láta reisa 1.500 fermetra veiði- og skíðahús. Væri þá hægt að fljúga með fólk til Siglufjarðar og þaðan er örstutt í Fljót.

Að sögn Friðþórs Eydal er nokkuð síðan ríkið hætti að veita peninga til Siglufjarðarflugvallar, það er til reksturs hans og viðhalds. Fyrir vikið hefur flest þar rekið á reiðanum og mannvirki látið á sjá, enda ekkert viðhald fengið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert