Spilin stokkuð og gefið upp á nýtt

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, sagði á Alþingi í dag að úrskurður Samkeppniseftirlitsins í gær, þar sem MS var gert að greiða 370 milljónir króna í sekt fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu, vekti sér ugg í brjósti. Sagðist hann ennfremur hafa áhyggjur af úrskurðinum.

„En það er rétt að gefa þeim sem þar véla um hlutina tíma til að mæta andmælum í málinu. Ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins er réttur er aðeins eitt svar við því: Það verður að stokka spilin og gefa upp á nýtt, það er alveg ljóst,“ sagði Ásmundur. Hann sagðist þekkja bændur vel og þeir vildu ekki svíkja nokkurn mann. Þeir framleiddu frábærar vörur og vildu standa með heimilum landsins. Hann hefði alltaf stutt bændur.

„Stuðningur minn við bændur er háður viðbrögðum og niðurstöðu þessa máls, það er mjög mikilvægt. Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert