Túnfiskbáturinn fékk 125 fiska

Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., eftir löndun á afla í …
Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., eftir löndun á afla í Grindavík. Ljósmynd/Optimus margmiðlun /Sölvi Logason

Jóhanna Gísladóttir GK landaði síðustu túnfiskunum á þessari vertíð í Grindavík sl. laugardag og fara síðustu fiskarnir með flugi til Japans í dag. Heildarafli skipsins varð 125 fiskar.

Íslendingar fengu 30 tonna túnfiskkvóta. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir í Morgunblaðinu í dag, að 8 tonn hafi fengist sem meðafli við makrílveiðar og því hafi þurft að hætta veiðum á Jóhönnu þegar 22 tonnum var náð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert