Velta gististaða og veitingahúsa eykst mikið

Fjölgun ferðamanna hefur víða áhrif í hagkerfinu.
Fjölgun ferðamanna hefur víða áhrif í hagkerfinu. mbl.is/Styrmir Kári

Gististaðir og staðir sem bjóða upp á veitingasölu veltu samtals 47,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins, borið saman við 41,6 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Tölurnar eru á verðlagi hvors árs og eykst veltan um tæplega 14 prósent milli ára.

Þetta má lesa út úr nýjum tölum Hagstofunnar yfir veltu einstakra greina samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum. Virðisaukaskattur er gerður upp á tveggja mánaða fresti og hefur Hagstofan nýbirt tölurnar fyrir maí og júní á þessu ári. Velta gististaða og veitingastaða hefur aukist mikið á síðustu árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert