Vilja flýta undirbúningi nýs Landspítala

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram á Alþingi þess efnis að kosin verði nefnd sex þingmanna til þess að vinna með stjórnvöldum að því að fylgja eftir ályktun Alþingis um byggingu nýs Landspítala. Fjórtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna standa að tillögunni en fyrsti flutningsmaður er Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar.

„Nefndin fjalli um fjármögnunarleiðir, áfangaskiptingu og önnur álitamál sem tengjast framkvæmd málsins. Þá efli nefndin umræðu um málið með það að markmiði að skapa sátt um framkvæmdina. Í nefndinni sitji fulltrúar allra flokka á Alþingi. Nefndin skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. maí 2015,“ segir ennfremur í henni.

Minnt er á í greinargerð að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu 16. maí á þessu ári um byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum og engu mótatkvæði. „Með ályktuninni fól Alþingi ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi að endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð.“ Skýr vilji þingsins liggi þannig fyrir því að ljúka undirbúningi fyrir endurnýjun og uppbyggingu Landspítalans.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert