Ökumaður sofnaði á rauðu ljósi

Maðurinn sofnaði á fjölförnum gatnamótum.
Maðurinn sofnaði á fjölförnum gatnamótum. mbl.is/Gúna

Ökumaður bifreiðar sofnaði á rauðu ljósi í morgun á háannatíma. Tveir ökumenn námu staðar og fóru út út bílum sínum til kanna hvort eitthvað amaði að ökumanninum. Bankað var á glugga hins kyrrstæða bíls á gatnamótunum og kallað á ökumanninn, sem virtist rænulaus.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu vaknaði ökumaðurinn við bankið og ók þá rakleitt af stað. „Ekki er annað vitað, en hinn þreytti ökumaður hafi komist heill á áfangastað, en því miður er þetta atvik ekki einsdæmi,“ segir í tilkynningu frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Lögreglan bendir á að það krefjist mikillar athygli að stjórna ökutæki og því eins gott að ökumenn séu vel upplagðir þegar þeir setjast undir stýri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert