Mikill uppgangur er í Mývatnssveit

Jarðböðin við Mývatn. Yfir háannatímann starfar 21 í lóninu og …
Jarðböðin við Mývatn. Yfir háannatímann starfar 21 í lóninu og í vetur verða starfsmennirnir níu talsins. mbl.is/Baldur Arnarson

Tímamót urðu í sögu Skútustaðahrepps í gær þegar deiliskipulag fyrir nýja götu í Reykjahlíð var samþykkt á sveitarstjórnarfundi. Nýja gatan er til marks um uppgang í atvinnulífi Mývatnssveitar.

Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, segir að á 9. áratugnum hafi gatan Birkihraun verið lögð í Reykjahlíð, helsta þéttbýlisstað Mývatnssveitar. Síðan hefur gata ekki verið lögð við Mývatn. Nýja gatan hefur ekki fengið nafn.

„Þetta er gleðidagur í hreppnum. Við eigum ekkert laust húsnæði í Reykjahlíð til leigu. Aukin umsvif í ferðaþjónustu laða að fólk. Hingað koma 120-150 manns til að starfa í ferðaþjónustu á sumrin.“ Kísiliðjan við Mývatn var stærsti vinnustaður svæðisins í áratugi. Þegar tvísýnt var um framtíð verksmiðjunnar voru blikur á lofti í atvinnulífi Mývatnssveitar, að því er fram kemur í umfjöllun um uppganginn í sveitinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert