Alltof fáir krabbameinslæknar

Alltof fáir krabbameinslæknar starfa á Landspítalanum. Eru sjö en þyrftu að vera fimmtán, miðað við staðla á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Að sögn Helga Sigurðssonar, yfirlæknis í krabbameinslækningum, stefnir í óefni á spítalanum. „Búið er að gera umfangsmiklar skipulagsbreytingar til þess að við sem eftir erum náum að sinna öllum þeim sjúklingum sem til okkar leita. Þær breytingar hafa á margan hátt verið jákvæðar en lengra verður ekki gengið. Það eru engir læknar á Landspítalanum nýttir eins vel og krabbameinslæknar. Þeir eru í kontakt við sjúklinga allan daginn, alla daga vikunnar,“ segir Helgi.

Helgi segir samkeppnisstöðu Íslands hafa versnað. Þegar hann kom heim úr sérnámi fyrir tæpum þremur áratugum var hann með lægra kaup en í Svíþjóð, þar sem hann lærði, en álíka mikið útborgað, þar sem skattarnir hér voru lægri. „Núna er staðan sú að ungu læknarnir úti í Svíþjóð eru með helmingi meira útborgað en hér, auk þess sem álagið er minna og frítökurétturinn meiri.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert