Mælir fíkniefni í skólpinu

Verkefni Arndísar gengur út á að skima eftir og mæla …
Verkefni Arndísar gengur út á að skima eftir og mæla styrk fíkniefna í frárennslisvatni en niðurstöðurnar verða í grömmum á þúsund íbúa. Ljósmynd/Edda Björg Magnúsdóttir.

„Þetta er ný aðferð og það er ennþá verið að þróa hana og betrumbæta en það er orðið algengt, sérstaklega í Evrópulöndunum, að nota þessa tækni.“

Þetta segir Arndís Sue Ching Löve, lyfjafræðingur og doktorsnemi, um faraldsfræði frárennslisvatns; aðferðafræði sem hún hyggst nota til að meta neyslu ólöglegra fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja í Reykjavík og nágrenni.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að aðferðinni hefur ekki verið beitt áður hér á landi. Arndís segir að hana megi nota til að meta fíkniefnaneyslu í heilu samfélagi, með því að taka sýni í frárennslisstöðvum og bakreikna styrk efnanna í grömm á dag á hverja þúsund íbúa. Verkefnið vinnur hún m.a. í samstarfi við Landlæknisembættið og Orkuveitu Reykjavíkur sem mun sjá henni fyrir sýnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert