Ná fljótlega Áströlum

Staðan klukkan 12:35 í dag.
Staðan klukkan 12:35 í dag. Skjáskot af www.heforshe.org

Enn bætist í hóp íslenskra karlmanna sem taka þátt í HeForShe herferðinni en þegar þetta er skrifað eru þeir orðnir 7.062 talsins. Eins og mbl.is fjallaði um á miðvikudaginn hafa flestir íslenskir karlmenn tekið þátt miðað við höfðatölu.

Síðdegis á miðvikudag voru íslensku karlmennirnir á listanum 3.744 talsins þannig að aukningin síðan er gífurleg. Voru mennirnir þó aðeins 997 fyrr sama dag, en þá voru íslenskir karlmenn flestir á listanum, miðað við höfðatölu.

Nú hafa íslenskir karlmenn farið fram úr stórþjóðum eins og Brasilíu, Mexíkó, Indlandi og Svíþjóð í skráningum. Reyndar hafa fleiri íslenskir karlmenn skráð sig á Íslandi heldur en á öllum hinum Norðurlöndunum. 

Aðeins munar um 595 nöfn til þess að íslenskir karlmenn á listanum séu jafnmargir og þeir áströlsku. Ef skráning Íslendinga heldur áfram að ganga eins hratt og síðustu daga er hægt að áætla að Íslendingar á listanum verði fleiri en Ástralar.

HeForShe er herferð Sameinuðu þjóðanna sem geng­ur út á að virkja karl­menn í mót­mæl­um gegn kynjam­is­rétti.

Alls hafa 145.513 karlmenn tekið þátt í herferðinni.

Hér er hægt að taka þátt.

Sjá fyrri fréttir mbl.is:

„Fleiri skráðir á Íslandi en í Svíþjóð“

„Íslenskir karlmenn skara fram úr“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert