Ráðherra vill endurskoðun

Settur verður á laggirnar þverpólitískur hópur til að endurskoða landbúnaðarkerfið.
Settur verður á laggirnar þverpólitískur hópur til að endurskoða landbúnaðarkerfið. mbl.is/RAX

Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir væntanlegar skýrslur frá annars vegar Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um þróun búvörusamninga og landbúnaðarkerfisins frá árinu 2004 og hins vegar starfshópa um áhrif tollverndar og tækifæra á erlendum mörkuðum, verða grundvöll vinnu þverpólitískrar nefndar sem hann hyggst koma á fót til að skoða kerfið „frá A til Ö“.

„Ég á von á skýrslunum næstu daga og auk þeirra er þegar hafin vinna starfshóps um þróun búvörusamninganna,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Sigurður segir mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal framleiðenda í landbúnaðarkerfinu og neytenda og vísar þá sérstaklega til mjólkurframleiðslu. Hann segir því ánægjulegt að niðurstaða hafi komið í erindi Mjólkursamsölunnar Örnu ehf. í Bolungarvík en fyrirtækið óskaði eftir því við verðlagsnefnd búvara að hún verðlegði óunna hrámjólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert