„iPadinn er kennarinn“

Nemendur á starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti nýta sér tæknina af miklum krafti m.a. í leikfimi þar sem spjaldtölvur eru notaðar til að setja æfingar fram á myndrænan hátt. Fyrirkomulagið þykir auka sjálfstæði nemendanna sem eru með fatlanir eða sérþarfir af ýmsu tagi. 

Jóhann Arnarson, annara tveggja íþróttakennara á starfsbraut, hefur um árabil kennt börnum og unglingum íþróttir sem bæði eru með fatlanir eða sérþarfir. Hann segir notkun spjaldtölvanna vera byltingu í slíku starfi þar sem eitt helsta markmið kennslunnar sé að efla sjálfstæði og sjálfbærni krakkanna.

mbl.is fór í leikfimi með krökkunum á starfsbraut FB í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert