Ekkert tjón en bálhvasst

Ekkert ferðaveður er undir Hafnarfjalli
Ekkert ferðaveður er undir Hafnarfjalli mbl.is/Rax

Þrátt fyrir hávaðarok hefur lögreglu í Borgarnesi og Akranesi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum veðursins. Ekki er mælt með því að aka undir Hafnarfjall en þar fer vindhraðinn í allt að fimmtíu metrum á sekúndu í verstu hviðunum.

Búist er við hvassviðri eða stormi næstu daga og talsverðri úrkomu sunnan til á landinu. Víða verða hvassir vindstrengir við fjöll í dag og afleitt ferðaveður á hálendinu. Dregur úr vindi í kvöld, en hvessir aftur á morgun, einkum vestanlands.

Lögreglan á Akranesi segir að það sé mjög hvasst í bænum og nágrenni en engar tjóntilkynningar hafa borist.

Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins, hafa björgunarsveitir hvergi verið kallaðar út vegna veðurs á landinu.

Óveður er á Reykjanesbraut, Grindarvíkurvegi, Kjalarnesi og undir Hafnafjalli.

Það er rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar …
Það er rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar í dag. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert