Ekki hundi út sigandi

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar Árni Sæberg

Veðrið er mjög slæmt víða vestan til á landinu sem og á Suðurlandi. Þrátt fyrir það hefur ekki verið tilkynnt um fok á lausamunum en að sögn lögreglu í Vestmannaeyjum, Borgarnesi, Suðurnesjum og Akranesi er ömurlegt veður á þessum stöðum, hávaðarok og rigning og ekki hundi út sigandi.

Ekkert hefur verið hægt að fljúga innanlands í morgun en næstu upplýsingar um flug á vegum Flugfélags Íslands verða veittar klukkan 13:15

Á vef Strætó kemur fram að leið 57 ekur samkvæmt áætlun milli Borgarness og Akureyrar en ekki er fært milli Akraness og Borgarness fyrir strætó. 

„Leið 51 - Eins og staðan er núna (kl. 10:45) má búast við að vagninn sem fer kl. 11:55 frá Höfn komist aðeins til Víkur þar sem mikil vindhæð er undir Eyjafjöllum.  Það má einnig búast við því, að vagninn sem fer kl. 13:00 frá Mjódd á leið til Víkur komist ekki af sömu ástæðum.“

<span>Óveður er á Reykjanesbraut, Grindarvíkurvegi, Kjalarnesi og undir Hafnafjalli, einnig í Kolgrafafirði og í Búlandshöfða á Snæfellsnesi.</span>
Af vef Vegagerðarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert