Ekki leitað við Látrabjarg í dag

Frá Látrabjargi um helgina
Frá Látrabjargi um helgina Elvar Steinn úr Björgunarsveitinni Kópi á Bíldudal/Facebook síða Slysavarnafélagsins Landsbjörg

Ekki verður leitað að þýska ferðamanninum Christian Mat­hi­as Markus sem hef­ur verið leitað und­an­farna daga við Látra­bjarg vegna veðurs. 

Um 50 manns frá björg­un­ar­sveit­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar leituðu Markus laugardag en ákveðið var að gera hlé á leit­inni í gær þar sem hún hef­ur eng­an ár­ang­ur borið.

Síðast sást til Markus yf­ir­gefa hót­elið í Breiðuvík í Vest­ur­byggð þann 18. sept­em­ber sl. Hann var einn á ferð, ók bíla­leigu­bif­reið af gerðinni Suzuki Grand Vit­ara. Sú bif­reið fannst mann­laus á bif­reiðastæðinu við Látra­bjarg 23. sept­em­ber sl.

Ef ein­hver hef­ur orðið var við ferðir Markus þá ósk­ar lög­regl­an á Vest­fjörðum eft­ir þeim upp­lýs­ing­um í síma 450-3730 eða í síma 112.

Ekki víst að Markus hafi farið í sjóinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert